Um mig
Náttúrubarn
Guðný Valborg heiti ég og bý á Íslandi með manninum mínum Mac, litla grallaranum okkar Matthíasi og bumbubúa sem kemur í lok árs. Ég hef áhuga á öllu sem tengist náttúrulegum og heilsusamlegum lífsstíl og reyni mitt besta til að byggja upp líf sem leggur áherslu á heilsu, samveru, fjölskyldu, minimalisma og sjálfbærni.
Hér á blogginu skrifa ég um unschooling, heimakennslu hugmyndir, hæglæti sem lífsstíl og annað slagið uppskriftir ef ég næ að töfra fram eitthvað nýtt í eldhúsinu. Markmið mitt með blogginu er að segja frá minni reynslu og deila því sem ég læri á ferðalagi mínu í gegnum lífið. Einnig vona ég að þetta blog nái að tengja mig við aðrar fjölskyldur í sömu hugleiðingum. Heilt þorp þarf til að ala upp barn og væri draumurinn að mynda samfélag fyrir fjölskyldur þar sem áhersla er lögð á tengslamyndun. Þannig að ef þú ert að lesa og nærð að tengja við eitthvað af því sem ég er að skrifa, endilega hafðu samband!