top of page
  • Writer's pictureGuðný Valborg Guðmundsdóttir

Ár í hæglæti

(Ég ætlaði að vera löngu búin að birta þessa færslu, en steingleymdi því. Svo hér kemur hún).


Nú er nýtt ár gengið í garð og flestir búnir að strengja sér ýmis nýársheit. Mér hefur alltaf fundist gaman að setja mér ný markmið en í þetta sinn langar mig að reyna að setja mér markmið sem leggja áherslu á hæglæti. Þótt ég reyni að lifa lífinu í ró þá eru ýmsir hlutir sem ég væri til í að æfa mig aðeins betur í. Ég ætla að hafa eitt þema í hverjum mánuði tengt hæglæti. Ég og fjölskyldan ætlum að reyna að einbeita okkur að því að hægja enn betur á, á nýju ári. Í staðin fyrir að strengja óraunhæf áramótaheit með tilheyrandi stressi og pressu þá langar okkur að setja okkur hæglætismarkmið. Fyrir nokkrum árum las ég bókina “The Happiness Project” eftir Gretchen Rubin. Þar sem höfundur bókarinnar ákvað að taka heilt ár þar sem hún vann að litlum markmiðum til þess að auka hamingjuna í lífinu. Að mörgu leyti er mín hugmynd svipuð en án pressu, með hæglæti að leiðarljósi. Ég ætlast ekki til of mikils af mér, ég verð enginn atvinnumaður í hverju þema eftir að ég tek það fyrir. En ég er viss um að ég verð aðeins betri með æfingunni og eigi eftir að læra af ferlinu.


Ég er bara búin að ákveða janúar og er enn að brainstorma árið. Markmiðið er að fylgja þessu eftir með pistli fyrir hvern mánuð (sjáum hvernig það tekst til… engin pressa hér á bæ)


Hér er það sem mér dettur í hug, sjáum svo til hvort að röðin haldist (efast um það):


janúar - hæglæti og tæknin

febrúar - hæglætissunnudagar

mars - hæglætissvefn

april - hæglæti og núvitund

maí - hæglæti og útivera

júní -

júlí - hæglætisferðalög

ágúst - hæglætismatur

september - hæglæti og sjálfbærni

október -

nóvember - hæglæti og sjálfsumhyggja

desember - hæglætisjól




51 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page