top of page
  • Writer's pictureGuðný Valborg Guðmundsdóttir

Súrdeigsbollur - uppskrift

Ég hef verið að baka súrdeigsbrauð síðustu tvö ár en hef bara notast við eina uppskrift allan tímann, hnoðlaust byrjendabrauð hjá "Nýbakað" (uppskrift hér). Ég var búin að mikla fyrir mér allar aðrar uppskriftir og hélt að næsta skref væri of stórt fyrir mig en ég er svo ánægð að ég ákvað að taka af skarið því að þessar súrdeigsbollur eru þær bestu sem ég hef smakkað! Mér finnst gott að baka þær um helgar og geri oftast tvöfalda uppskrift og læt helming í frysti. Þá get ég auðveldlega tekið nokkrar súrdeigsbollur úr frysti til að hafa með súpu. Þá hendi ég þeim bara inn í ofn í nokkrar mínútur og voilá, nýbakað súrdeigsbrauð komið á borðið.


Ég er mjög góð í að stúta súrdeigsmæðrunum mínum, ég get ekki talið upp hversu oft ég hef fengið nýja hjá systur minni... og svo hef ég nokkrum sinnum búið til móðurina frá grunni. En ég er loksins byrjuð að læra inn á þetta og hef átt mína í nokkra mánuði og henni heilsast vel.

Uppskriftin er byggð á þessari uppskrift og er guðdómlega góð!


Súrdeig/fordeig

2 dl hress og spruðlandi súr

2 dl hveiti (ég nota bláa frá kornax)

1 dl vatn


Aðferð: 2 dl hress súr, 2 dl hveiti og 1 dl vatn er sett í skál og blandað vel saman. Geymið á bekknum í 1 klst, gott er að hafa lok ofan á skálinni eða blautt viskustykki. Eftir að klukkustund er liðin, takið þá helminginn frá og látið í krukku inn í kæli (þetta er súrdeigsmóðir til að nota næst þegar þú bakar) og hinn helminginn notar þú í súrdeigsbolluuppskriftina, hér að neðan.


Súrdeigsbollur

Helmingur af súrdeiginu/fordeiginu sem þú bjóst til hér að ofan.

60 g heilhveiti (ég nota græna frá kornax)

550 g hveiti (ég nota bláa frá kornax)

5 dl vatn

2 tsk hunang

15 g salt


Aðferð: Blandið saman súrdeiginu/fordeiginu, hveiti, heilhveiti, hunangi, salti og vatni í skál og hrærið vel saman.


Áður en þú ferð að sofa tekuru deigið úr ísskápnum og hefur það á bekknum yfir nótt (8-9 klst). Deigið er tilbúið þegar þú vaknar, þá þarftu bara að móta bollurnar og stinga inn í ofn á 250 gráður með blæstri í 5 mínútur (mikilvægt að ofninn sé heitur og að þú leyfir bökunarplötunni að hitna inn í ofninum áður en þú lætur bollurnar inn). Síðan lækkaru ofninn á 220 gráður og bakar þær í 8-10 mínútur.


Áður en þú ferð að sofa tekur þú deigið úr ísskápnum og hefur það á bekknum yfir nótt (8-9 klst). Deigið er tilbúið þegar þú vaknar, þá þarftu bara að móta bollurnar og stinga inn í ofn á 250 gráður með blæstri í 5 mínútur (mikilvægt að ofninn sé heitur og að þú leyfir bökunarplötunni að hitna inn í ofninum áður en þú lætur bollurnar inn). Síðan lækkaru ofninn á 220 gráður og bakar þær í 8-10 mínútur.


Mér finnst alltaf gott að búa til súrdeigsplan, svo að ég gleymi ekki hvenær ég á að gera hvað, hér er það:


Þegar ég vakna: fóðra súrinn svo að hann sé spruðlandi hress þegar ég byrja að baka.


14:00: Búa til súrdeigsfordeig - látið standa á bekknum í 1 klst.

15:00 Læt helming af súrdeigsfordeiginu í krukku inn í ísskáp. Blanda hinum helmingnum í súrdeigsbolluuppskriftina - látið standa á bekknum í 1 klst.

16:00 Toga deigið til og láta inn í ísskáp.

17:00 Taka deigið út úr ísskápnum og toga það til.

18:00 Taka deigið út úr ísskápnum og toga það til

19:00 Taka deigið út úr ísskápnum og toga það til

20:00 Taka deigið út úr ísskápnum og toga það til

21:00 Taka deigið út úr ísskápnum og toga það til

22:00 Taka deigið út úr ísskápnum og toga það til. Skilja það eftir á bekknum þar sem það fær að hefa yfir nótt (8-9 klst).

7:00/8:00 Stökkva fram úr rúminu, móta bollur og baka þær!


1,077 views0 comments

Recent Posts

See All

Ár í hæglæti

(Ég ætlaði að vera löngu búin að birta þessa færslu, en steingleymdi því. Svo hér kemur hún). Nú er nýtt ár gengið í garð og flestir búnir að strengja sér ýmis nýársheit. Mér hefur alltaf fundist gama

bottom of page