top of page
  • Writer's pictureGuðný Valborg Guðmundsdóttir

Náttúrubingó

Updated: Oct 21, 2022

Fyrr í vikunni leyfðum við okkur að gleyma stað og stund í skóginum. Ég elska að fara í skóginn og fá tækifæri til þess að fylgja flæðinu, hlusta á líkamann og skynja umhverfið.


Nýlega er ég búin að setja á laggirnar leikhóp sem hittist einu sinni viku í Kjarnaskógi. Hugmynd er innblásin af útiskóla/skógarskóla (e. forest school) sem eru vinsælir meðal annars á Norðurlöndunum. Leikhópurinn Skógarálfar er fyrir krakka á aldrinum 0-6 ára sem búa á Akureyri og nágrenni. Leikhópurinn er hugsaður sem vettvangur þar sem krakkar og foreldrar geta hist og leikið sér saman í náttúrunni. Við vinnum með ýmis náttúruþemu og verkefni ásamt því að njóta okkar í frjálsum leik.


Um daginn fórum við í náttúrubingó, borðuðum nesti og krakkarnir léku sér við að byggja brú yfir lítinn læk.


Það er auðvelt að galdra fram náttúrubingó. Ég var búin að safna saman eggjabökkum og prentaði út myndir af 10 hlutum sem auðvelt er að finna úti í náttúrunni og límdi inn í lokið á eggjabakkanum. Krakkarnir safna því sem þau sjá á myndunum í bakkann.




Efniviður

• Tómir eggjabakkar með loki

• Ljósmyndir af efnivið sem má finna í náttúrunni, t.d. köngla, gras, mosa, mold, sand, steina, dauðar greinar á jörðinni, blóm o.s.frv.

• Límstifti eða kennaraklístur til að líma blaðið inn í lokið á eggjabakkanum









152 views0 comments

Recent Posts

See All

Ár í hæglæti

(Ég ætlaði að vera löngu búin að birta þessa færslu, en steingleymdi því. Svo hér kemur hún). Nú er nýtt ár gengið í garð og flestir búnir að strengja sér ýmis nýársheit. Mér hefur alltaf fundist gama

bottom of page